SÁM 89/2070 EF

,

Sjóferðasaga frá haustvertíð á Sandeyri á Litla-Græn. Eitt sinn fór heimildarmaður ásamt fleirum á sjó. Þá gerði vont veður. Heimildarmaður lýsir vel staðháttum. Formaðurinn réði á bátnum og ekkert var sagt við því sem að hann lagði til. Litli-Grænn var góður bátur og þoldi hann mikið. Seglið rifnaði en áfram var siglt þrátt fyrir þetta. Heimildarmaður sparkaði í formanninn því að honum var farið að leiðast vitleysan í honum. Þeir komust í land. Heimildarmaður var fyrstur heim að Sandeyri og þar voru menn að tala saman og heyrði hann að mennirnir voru að velta fyrir sér hvar þeir væru á bátnum og töldu þeir þá ekki á lífi. Báturinn var þriggja manna far með árabátalagi.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2070 EF
E 69/39
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Sjósókn, formenn, staðir og staðhættir, fatnaður og bátar og skip
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarni Jónas Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017