SÁM 94/3857 EF

,

Geturðu sagt mér meira frá vinnunni þarna á heimilinu? sv. Það voru akrar... sp. En í húsinu, sem þú hefur gert? Á daginn? sv. Ó, sem ég gerði á daginn. Já, það var nú ýmislegt. Ég hélt nú húsinu cleanu (klínu) og það var dálítið á þeim dögum. Fyrsta árið var það nú ekkert, þá var ég nú. Annað árið sem að ég var gift þá var ég vanfær og eignaðist stúlku og þá var húsið voðalega kalt. Það var voðalega kalt, því það var ekkert gert inni, það voru bara stöddarnir og maðurinn minn fór í freight norður á vatn og var þar þangað til, bíddu hægur, þangað til um jólin, hann kom heim rétt fyrir jólin og var þrjár vikur í þessum túr, þeir freightuðu til Tanrak (?), og það var seinleg allt saman og þeir voru þá bara á hestum og allt var svo seinlegt á þeim tíma og erfitt. Well, þá fór ég að læra að spinna. Fór að biðja tengdamóður mína að kenna mér að spinna og kemba ull og hún gerði það með góðu. Hún var voða góð við mig og fann út að ég var viljug að læra og vildi kenna mér. Jæja, svo hugsa ég mér kannski að ég geti nú keypt mér, ef ég get búið til sokka og vettlinga til að selja. En það var nú ekki mikið. Svo maður þurfti fjögur pör af vettlingum fyrir dollarinn. Og ég man ekki fyrir víst hvað sokkarnir voru. Þeir hafa ekki verið meira en fimmtíu sent, það er nú alveg áreiðanlegt. Því það fór meiri ull í þá. Svo ég býst við að það hafi verið helmingsmunur. Svo þegar að það var nú búið, að ég fór að læra þetta, og þá for ég að vanta að kaupa eitthvað fyrir þetta sem ég var nú að gera. Svo ég helt að það væri þetta besta sem ég gæti keypt, væri þvottabali og boiler og __________, þvottabretti, svo það varð úr að ég keypti það. Þetta hafði ég nú til þess að geta þvegið þvott. sp. Hvernig hafðir þú þá þvegið fram að því? sv. Þá þvoði ég bara með hennar áhöldum, hérna tengdamömmu minnar. Hún hafði það sjálf. En þetta var nýtt fyrir mig. Ég þurfti að hafa mitt eigið þegar ég flutti í húsið. Já, svona gekk það. sp. Hvaða sápu hafðir þú til að þvo með? sv. Það var nú Royal Crown, hét sápan. sp. Það hefur ekki verið búið til heima neitt? sv, Jú, well, hún bjó til svoldið af sápu en hún brúkaði það aldrei nema í dökk föt, overalls og svoleiðis. Hún keypti alltaf sápu til þess að brúka í hvítan þvott. sp. Reynduð þið að strauja þvottinn eitthvað líka? sv. Já, já. Þá verður maður að hita járnið á stónni og maður hafði einhvers konar pönnu, gamla brauðpönnu til þess að sitja yfir til þess að þau hitnuðu fyrr. Og svo var hald á þeim og maður skipti um járn, þau voru þrjú í settinu, járnin, og maður skipti um og... þegar eitt var orðið kalt þá tók maður annað. Svo það gekk nú all right. Var ekki sem verst. sp. Var þetta svo ekki mikil vinna þegar börnin komu, að þvo af þeim? sv. Jú, það var vinna, en ég var ekkert að wörría yfir því, ég var ekkert að wörría yfir því þó ég þyrfti að vinna. Það var... mér líkaði það.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3857 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Fatnaður
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019