SÁM 89/1935 EF

,

Draumar fyrir sel og hval og fyrir bjargsigi. Ef menn voru að fara með skít var það fyrir sel. Því meiri sem skíturinn var því stærri var skepnan. Eina konu dreymdi að hún væri öll út í skít og taldi hún þá að bráðum kæmi selur, það gekk eftir. Margan dreymdi fyrir hvölum á þennan hátt. Einn mann dreymdi að hann væri að drepa mann áður en hann náði sel. Heimildarmann dreymdi að hann væri að drepa mýs fyrir fuglaveiðum. Fyrir bjargsig dreymdi hann að einhver væri að henda á hann einhverjum moldarflögum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1935 EF
E 68/98
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, hvalreki, fuglaveiðar, bjargsig og selveiðar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Guðnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
02.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017