SÁM 89/1882 EF

,

Þegar heimildarmaður gekk með þriðja barnið sitt kveið hún mikið fyrir því að fæðingin myndi ganga illa. Eitt sinn dreymdi hana að hún væri komin að því að eiga barnið og kom þá kona upp stigann. Hún sagðist heita Borghildur og sagði hún að ljósmæðurnar þarna væru góðar. Hún ól síðan barnið. Hún sagði síðan ljósmóðurinni frá þessu en sú þekkti huldukonuna. Þórunn ljósmóðir notaði mikið af grösum við lækningar. Séra Einar var hómapati. Þegar Þórunn var ung sofnaði hún og hana dreymdi að til sín kæmi maður og bað hann hana um að koma með sér. Hún kom að kletti og sá að þar var bær. Hún skildi eftir skóinn sinn fyrir utan þannig að það væri öruggt að hún kæmist út aftur. Inni var kona á sæng og lagði Þórunn hendur á hana. Þegar hún fór þá gleymdi hún skónum. Þegar hún vaknaði fann hún aðeins annan skóinn.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1882 EF
E 68/66
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, ljósmæður hjá álfum, prestar, ljósmæður, lækningar, fatnaður og jurtir
MI F200, mi f210, mi f372.1, ml 5070, tmi m31, tmi k61 og tmi m351
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þuríður Björnsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
17.04.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. á SÁM 89/1883 EF

Uppfært 27.02.2017