SÁM 90/2110 EF

,

Sagnir af Jóni Ólafssyni og Stefáni Bjarnasyni verslunarmönnum á Eskifirði. Jón var ófyrirleitinn maður og vel gefinn. Þegar þeir voru búnir að borða var oft setið frammi á kontór því að þar var hiti. Þar var gert ýmislegt sér til gamans. Þar var drukkið mikið og étinn hákarl því að hægt er að drekka mikið án þess að verða fullur ef að étinn er hákarl með. Eitt kvöldið sitja Jón og Stefán þarna frammi og eru að spjalla saman. Það hafði dáið gömul kona og stóð hún uppi í kjallara fyrir ofan búðina. Þarna fara þeir að metast um það hvor þeirra er meiri kjarkmaður. Jón fór og stakk kladda undir höfuðið á konunni og sagði síðan Stefáni að sækja hann. Stefán kom til baka í hendingskasti því að hann hafði rekist í líkbörurnar og líkið datt ofan í gólfið. Jón varð að fara með honum og laga þetta.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2110 EF
E 69/66
Ekki skráð
Sagnir
Kímni, matreiðsla, nýlátnir menn, verslun og áfengi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Símon Jónasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
08.06.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017