SÁM 88/1532 EF

,

Þegar heimildarmaður var að alast upp var öll hjátrú farin úr Þingeyjarsýslunni. Fáir trúðu á huldufólk. Jón Hinriksson á Helluvaði fór eitt sinn að Hólum í Eyjafirði. Þar fannst útskorin fjöl í fjárhúsþaki. Þar var huldufólkstrú mikil. Föðursystir heimildarmanns var þar eitt sinn og einu sinni kom hún til næsta bæjar og fékk hún þar smurt brauð og lét hún það detta á milli kletta í þeirri trú að huldufólkið myndi borða það. Heimildarmaður sagði börnum oft sögur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1532 EF
E 67/48
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólksbyggðir, huldufólkstrú, sagðar sögur, matreiðsla og hjátrú
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hólmfríður Pétursdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.02.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017