SÁM 90/2302 EF

,

Annað skipti sem Sighvatur afi heimildarmanns missti stjórn á sér af hræðslu var þegar hann var staddur í kirkjugarði sem allt í einu reis allur. Draugatrú var mikil í kringum heimildarmann og honum var kennt að hlaupa ekki í burtu ef hann yrði var við eitthvað því hann segir að það versta sem getur komið fyrir nokkurn mann sé að missa stjórn á sér. Í þriðja og síðasta skipti sem afi heimildarmanns missti stjórn á sér af hræðslu var þegar hann heyrði ofboðslegt kvalavein á sama tíma og menn drukknuðu í Dýrafirði. Mennirnir, þar á meðal Guðmundur Hagalín frá Mýrum voru drukknir og höfðu farið yfir fjörðinn til að bjóða í brúðkaup Guðmundar. Andlátsfrétt hans kom með þessum hætti til Sighvatar


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2302 EF
E 70/46
Ekki skráð
Sagnir
Heyrnir, draugatrú, kirkjugarðar og náhljóð
TMI B201 og mi d1825.1
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðjón Gíslason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.06.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017