SÁM 94/3857 EF

,

Hvernig voru inniverkin þarna, hvað varstu látin gera? sv. Ó, bara búa um og sópa og svoleiðis. Ég matreiddi ekki neitt, ekki neitt. sp. Það er ekki fyrr en þú ferð að búa sjálf? sv. Já, well, þegar ég fór að búa í... ég var í Árborg á hóteli þar fyrir tíma og ég var í diskunum en ég var með kúknum þú veist, og pílaði kartöflur, karrot og príperaði svoleiðis fyrir hann. Og ég var býsna nösk með það að sjá hvurnig að hann gerði þetta og hitt. Og ég hafði alltaf gaman af því að matreiða. Og ég matreiddi hérna á Betel heimilinu í ellefu ár og ég matreiddi norður á vatni fyrir fjögur sumur, fyrir fiskimenn. sp. Hvað fékkstu að gera um veturinn fyrst eftir að þú komst? sv. Fyrst eftir að ég kom þá var ég í Árborg á hótelinu og vann þar um veturinn. Svo um vorið þá fór ég til hérna Jóns Pálssonar og Kristínar. Þau eru dáin fyrir löngu. En afi minn var há þeim og ég var hjá þeim fyrir tíma og svo giftist ég í desember svo það var ekki langur tími. sp. Hvernig var með skemmtanir og frítíma þarna? sv. Það var nú sáralítið. Það var vinna en ekki skemmtun á þeim dögum. sp. Það hefur nú komi einn og einn frídagur, var það ekki? sv. Nei, það var aldrei frídagur. Ég skal segja þér að bróðir minn hann lifði fjórar mílur frá þar sem ég var að vinna og á sunnudögum langaði mig til að fara. En ég gat ekki gengið þetta alla leið, báðar leiðir, það voru átta mílur. Svo að ég fór bara einstaka sinnum og þá var ég búin að fá, í fyrsta skiptið sem ég gekk, var búin að fá svo mikið hælsæri að það ætlaði nú alveg að fara með mig. Svo að ég kærði mig ekkert um að fara næsta sunnudag þó ég hefði getað farið, en þá var þá bara eftir dinnerinn sem að maður gat farið og þurfti að vera kominn heim fyrir mjaltir. Svo tíminn var naumur. No, það voru ekki miklir hollidagar á þeim tíma. Þess vegna blöskrar manni núna þegar að fólk er alltaf að rífast um hærra kaup og meiri freetime. Það hefur breyst, hefur það ever!


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3857 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Æviatriði og matreiðsla
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019