SÁM 89/1823 EF

,

Fyrirburðasaga verður til, við sögu koma Einar Sigurðsson frá Holtahólum og Þórbergur Þórðarson. Einu sinni dreymdi Einar svo veiðilega að hann dreif sig um morguninn og dreif Benedikt í Einholti sem var formaðurinn með sér út á sjó. þeir róa og þríhlaða um daginn. Þetta var eini báturinn sem réri þennan dag. Faðir heimildarmanns gat séð fyrir hvenær gott væri að fara á sjó. Þegar hann vildi fá háseta sína af stað setti hann upp poka á hrífurnar upp á fjárhús sem að stóð upp á hól. Einn daginn setti hann upp veifu en enginn kom en loksins kom Einar gangandi með poka á bakinu. Riðu þeir síðan til bátar. Einn reið á heytorfi því að lítið var um hnakkana. Hægt var að manna bátinn með því að fá lánaða háseta frá öðrum og var þríróið þennan dag.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1823 EF
E 68/27
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, hestar, sjósókn, búskaparhættir og heimilishald, formenn, veðurspár, fyrirboðar og söðlasmíði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Valdís Halldórsdóttir og Gunnar Benediktsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
22.02.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017