SÁM 91/2458 EF

,

Jón bóndi forvitni í Skinnalóni var sonur Jóns höfuðsmanns (svo stór að hann var höfði hærri en aðrir). Jón forvitni átti dóttur sem hét Sigríður. Þegar hún var 9-10 ára var hún úti að leika sér að kvöldi til í góðu veðri. Hún heyrir buslugang og lítur upp, sér ferlíki koma upp á höfða sem er vestan við bæinn og henni sýnist þetta vera ferleg mannsmynd. Þegar hún sér það fara í víkina upp að túninu þá verður hún hrædd og hleypur heim, þar líður yfir hana. Fólkið heyrir þessi læti og kemur fram, verður vitni að ferlíkinu við húsið. Kallað var á Jón forvitna til að bjarga þessu við, hann opnar glufu og myndar lensu að ferlíkinu sem er í mannsmynd, loðið með langa handleggi. Ferlíkið fer að smokra sér smám saman í burtu, aðspurður hví hann notaði ekki lensuna á ferlíkið sagði hann að hann vissi ekki hvernig þessi vera væri sköpuð, gæti orðið hamslaus ef hann myndi bara særa hana. Heimildarmaður segir þessa menn vera forfeður móður sinnar, lærði sögnina af henni sem lærði af afa sínum. Jón höfuðsmaður drap eitt sinn nítján bjarndýr en lét þá son sinn Jón forvitna taka við því það var ólukka að drepa það tuttugasta


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 91/2458 EF
E 72/21
Ekki skráð
Sagnir
Viðurnefni , sæskrímsli og bjarndýrsveiðar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Andrea Jónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.04.1972
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017