SÁM 90/2122 EF

,

Sögur af Snorra á Húsafelli. Jóhannes fór með föður sínum þegar Snorri var að smíða áttæring í dyrunum á Aðalvík. Hann kvað fyrir munni sér: Öldur hrafna alla jafna, sem er vísa úr Jóhönnurímum. Líklegast hefur hann verið að yrkja rímurnar þarna við smíðina. Röddin var dimm og þung en mjög skýr. Það gengu margar sögur af Snorra. Hann var talinn vera galdramaður. Ekkja bjó á Læk þegar hann kom á Stað. Hún skuldaði leigur og hún fór að væla við hann um þetta. Hann svaraði því til að Hildur myndi borga skuldirnar en hún var dóttir ekkjunnar og varð hún kona hans Snorra. Séra Vigfús var sonur Snorra en Vigfús var ekki talinn góður maður. Það var ekki borin virðing fyrir prestum. Snorri gerði út skip frá Sæbóli. Einu sinni kom hann ekki í land fyrr en á hvítasunnumorgun en hann fór beina leið í kirkjuna og flutti eina bestu ræðu sem að hann hefur gert. Jón var mikill galdramaður og hann ætlaði sér að drepa Snorra. Jón bjó til galdraseyði og hann vissi að Snorri var að koma í húsvitjun. Jón ætlaði Snorra að fara í ána en hann komst yfir hana og kom að Jóni sofandi með galdrabókina ofan á sér


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2122 EF
E 69/74
Ekki skráð
Sagnir
Prestar , galdramenn , galdrar og ástir
MI D1700 og mi d1711
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Guðmundur Guðnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
25.06.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017