SÁM 89/2045 EF

,

Sögn móður heimildarmanns um Imbustein. Foreldrar heimildarmanns bjuggu á Svalvogum. Árið 1882 gerðist þessi atburður. Heimildarmaður lýsir vel húsakynnum. Lesnir voru húslestrar og sungnir passíusálmar. Annar bóndinn byrjaði en móður heimildarmanns söng alltaf með. Imbusteinn var skammt frá bænum og þar átti huldukona að búa. Þar voru hafðar snúrur. Eitt sinn voru föt þar og fór móðir heimildarmanns að taka inn þvottinn. Hún heyrði söng og taldi að byrjað væri að syngja í bænum en hún heyrði að verið var að syngja Allt eins og blómstrið eina. Fannst henni söngurinn koma úr Brautarholti en þar átti huldufólk að búa. Enginn var að syngja inni þegar hún kom inn í bæinn. Vorið eftir gengu miklir mislingar og var talið að þetta hefði verið fyrir þeim andlátum sem urðu á bænum í kjölfar þeirra.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2045 EF
E 69/22
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni , huldufólk , huldufólksbyggðir , söngur , húsakynni , húslestrar , fyrirboðar og veikindi og sjúkdómar
MI F200 , mi f210 og scotland: f12
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigríður Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
16.04.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017