SÁM 90/2303 EF

,

Spurt er um sögur sem gengu um vissa menn. Heimildarmaður talar um Guðmund norðlenska sem var vel gefinn og myndarlegur maður úr Eyjafirði sem flutti til Dýrafjarðar og stundaði lækningar. Hann fór svo til Hollands og var í þrjú ár. Þegar hann kom aftur sagði hann margar fallegar sögur sem allir höfðu gaman af. Segir frá því þegar Guðmundur setti upp nýbýli í Nesdal og sagði að svo gott væri undir bú í Nesdal að hann hafi getað vanið æðarkolluunga undir rollu og fengið fjórðung úr mör um haustið úr unganum. Í þá daga var sauðfé metið eftir því hvað marga fjórðunga úr mör var hægt að fá úr kindinni. Segir einnig aðra sögu af Guðmundi sem minnir á sögur Bjarna vellygna þar sem Guðmundur fer um borð í hollenska duggu og sér kúaskít detta niður á dekkið. Heimildarmaður útskýrir síðan söguna. Inn á milli er samtal um Sighvat afa heimildarmanns og óopnuð gögn sem hann skildi eftir sig


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2303 EF
E 70/47
Ekki skráð
Sagnir
Kímni, ýkjur og lækningar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðjón Gíslason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.06.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017