SÁM 88/1700 EF

,

Ýmsar sögur voru um svipi. Togari strandaði og mennirnir sem fórust gerðu vart við sig á ýmsan hátt bæði í vöku og draumi. Vinnumaður var í Garði að nafni Björn. Hann var fjármaður og féð var oft niður við sjóinn. Þar fann hann lík og síðan fundust fleiri lík. Mennirnir voru jarðaðir í kirkjugarðinum á Stað. Húsfreyju þar dreymdi að margir menn komu og báðust gistingar. Hún taldi vandkvæði á því að geta hýst alla þessa menn. En hún leyfði þeim að vera. Líkin voru síðan borin heim að Stað og lögð til í kirkjunni. Einn maðurinn var með gullhring en það var gömul trú að ekki ætti að grafa með gulli svo hringurinn var tekinn af. Mann einn dreymdi síðan manninn koma og vera að leita að hlut sem hann vantaði og var það hringurinn.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1700 EF
E 67/169B
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, afturgöngur og svipir, fjörur, nýlátnir menn, sjórekin lík, greftranir og skipströnd
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðrún Jóhannsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.09.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017