SÁM 94/3845 EF

,

Þú nefndir áðan að faðir þinn hefði lesið fyrir ykkur. sv. Já, þegara við vorum norður á vatni eða heima þegara við vorum unglingar. sp. En hvað var fleira gert til skemmtunar? Spiluðuð þið e-ð? sv. Ó, það, pabb, jájá, það var alltaf spilað spel, á vetrin sjáðu, og Hról(?) rökkur, það var oft, kannski hjón komu inn og spiluðu þarna íslenska vist sema við kölluðum, nóló og grand og allt. Ég man bara eftir þessu sem unglingur, lærði þetta aldrei og náttlega á sumrin, þá var leikið, það var alltaf að synda, allir lærðu að synda og svo var spilaður, bolti og hitt og annað. Og fara útá, kannski gengið suðrá tanga og suðrá tjörn og höldum það sema kallað var pikknikk þú veist (kallaður pikknikku?? gs) sp. Svo hefurðu farið á böll. sv. Jújú, ójújú, það var alltaf á leikrit, sjáðu allt á íslensku, leikrit, alltaf hreint og öll börnin, við vorum öll tekin á leikritið. sp. hverjir voru með það þá? sv. Bæði, sjáðu eins og ég man, held ég kirkjurnar voru með leikritin eða ..... kannski lestrarfélagið eða eitthvað svoleiðis. sp. Hvað var leikið þá? sv. Það var Skugga-Sveinn og eitt sem ég man eftir enn það er Skugga-Sveinn. Hitt og annað..... circumstance, hvað var það kallað? Æ, ég man ekki. Og svo var dans sjáðu, hljóðfærasláttur og allir, ég man mamma og pabbi, þótti voða gaman að dansa. Við krakkarnir... við dönsuðum ekkert þarna. sp. Lékuð þið Fjalla-Eyvind eitthvað? sv. Það voru, það var tekið úr, var ekki mest af þessum leikritum enskt og þýtt á íslensku, er það ekki? Var ekki mikið af svoleiðis? Það var margt, það var alltaf leikrit hér. Þetta var sjáðu áður en að myndasýningar vóru, sjáðu, svo komu myndasýningar og þá voru náttlega leikritin búin.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3845 EF
GS 82/3
Ekki skráð
Lýsingar
Leiklist, spil og töfl og skemmtanir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ted Kristjánsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.03.2019