SÁM 90/2327 EF

,

Sögn um Jón kaupamann sem rekst á útilegumenn þegar hann kemur norður yfir heiðar úr vist í Borgarfirði. Hann hittir gamlan mann sem fer með hann í dal á heiðinni þar sem hann býr með konu sinni og dóttur við hlið skuggalegra útilegumanna. Jón hefur vetursetu hjá gömlu hjónunum, fer svo heim en lofar að koma og bjarga konunni og dótturinni frá útilegumönnunum þegar gamli maðurinn er dauður. Nokkrum árum seinna dreymir hann gamla manninn og fer þá í flýti í dalinn aftur. Þar drepur hann útilegumennina og brennir bæ þeirra sem var fullur af hauskúpum en tekur dóttur gamla mannsins og son hennar sem hún hafði alið honum eftir veturinn forðum með sér til byggða því gömlu hjónin voru bæði dáin. Heimildarmaður segist oft hafa sagt krökkum þessa sögu. Segist einnig hafa heyrt söguna um Rauða bola sem var afar löng og skemmtileg og var aðeins sögð við hátíðleg tækifæri. Einnig hefur hún heyrt sögnina um Helgu í hólnum en hún man þessar sögur ekki lengur


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2327 EF
E 70/65
Ekki skráð
Sagnir og lýsingar
Útilegumenn og ævintýri
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sveinsína Ágústsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
28.09.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017