SÁM 94/3863 EF

,

En strákarnir, þú sagðir að þú hefðir þurft að binda þá niður. Voru þeir mikið á ferðinni? sv. Nei, þeir voru bara litlir, voru bara eins og krakkar gerist og gengur. Þeir voru að hlaupa hingað og þangað, ég hélt kannski að kýr myndi stíga á þá eða þeir myndu lenda undir einhvers staðar eða kannski nautgripirnir myndu rjúka á þá og stanga þá, þeir voru svo litlir svo ég hélt það væri betra að binda þá heldren að hafa þá lausa. sp. Hvernig var þetta svo á veturna, þurftu þau að vera inni alltaf? sv. Nei, þau voru voðalega dugleg úti, ég bara klæddi þau upp og setti þau í góða ullarsokka og demdi þeim öllum út og þeim líkaði það frá því þau voru pínulítil – þau voru mikið úti, daginn út. sp. Jafnvel þó það væri 30 stiga frost? sv. Já já og skólinn hérna var míla, tvær mílur í burtu, hét Íslandsskóli og krakkarnir mínir fóru þangað og þau gengu alla tíð, alltaf þessar tvær mílur. Það voru engin bössis þá og það er gott því það er miklu betra fyrir krakka að ganga, gott exersæs fyrir þau. Krakkar nú á dögum ættu að látin vera ganga meira heldren þau gera. sp. En þeim getur nú orðið kalt líka... sp. Já en veistu það, að þegar krakkarnir voru lítil og þegar þau fóru á skólann þá vildi Gunnar aldrei sækja þau. Ég klæddi þau vel svo þeim væri hlýtt og hann vildi aldrei sækja þau. Það voru margir, flestir nágrannar voru að sækja krakkana sína á hestum og svoleiðis og keyra þau heim en Gunnar sótti krakkana aldrei. Hann sagði: „Þau þurfa að læra að þola ýmislegt. Þau finna það á lífsbrautinni“ sagði hann. „Það er eins gott þau læri það strax“ og hann sótti þau aldrei og það var ekki fyrir það að hann væri vondur við þau eða neitt. Honum fannst að þetta myndi vera það besta fyrir þau. Og þau eru öll harðger og öll dugleg og ég held að það hafi hjálpað mikið að ganga. sp. Kvörtuðu þau eitthvað yfir þessu samt? sv. Aldrei, þau vissu að það var ekki til neins. sp. Nú hefur verið dáldill mismunur á störfum eftir árstíðum, geturðu farið í gegnum þetta með mér, hvað var td. gert á veturna og svo vorin og áfram? sv. Vetrarstörfin voru að líta eftir skepnunum og moka og brynna og allt hreint og sækja hey og allt þetta, þeir gerðu það úti náttlega. Það var alltaf eins fyrir mér, þvo þvott, matreiða og búa um rúmin og passa krakkana. Það er árið um kring, er alltaf það. En á vorin aftur er alltaf svoldið meira að gera. Þá verðum við að setja í garðinn sem við höfum hérna núna. sp. Þú hefur alltaf haft garð? sv. Ójá. sp. Hvað hefurðu verið með í honum? sv. Ó, ég hef alls konar hluti í garðinum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3863 EF
GS 82/10
Ekki skráð
Lýsingar
Barnastörf og barnauppeldi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Margrét Sæmundsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
22.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 28.03.2019