SÁM 89/2064 EF

,

Um Bæjadrauginn. Eitt vor réri Rósinkar út í Bolungarvík á bát. Í landlegu fór hann á fætur ásamt fleirum. Fanggæslan hitaði kaffi og síðan var farið að vinna. Rósinkar reyndi að vekja félaga sinn en það tókst ekki. Þeir fara í áflog og var strákurinn sem var í rúminu reiður. Strákurinn heitaðist við Rósinkar. Um kvöld var Rósinkar á ferð og þá sá hann einhverja ófreskju. Hún fylgdi honum eftir og fannst Rósinkar liggjandi í bæjardyrunum. Hann var borinn upp í rúm og sagði hann að ófreskjan hefði náð í trefilinn og ætlað að hengja sig en hann náði að losa sig. Hann sagðist alltaf sjá þetta á glugganum hjá sér. Að lokum dó hann. Benedikt var með Rósinkar um haustið og hann skoraði á þennan draug ef draugur væri. Hann var vinnumaður og eitt sinn var hann að gefa í fjárhúsum. Benedikt lá í hrútastíunni æpandi og froðufellandi en hann lét sem ekkert væri þegar Páll húsbóndi hans spurði hann hvað væri að. Um haust fór Benedikt að ná í kindur en kom ekki fyrir myrkur þannig að Páll fór að gá að honum. Hann fann Benedikt og gat hann ekki staðið upp. Sagðist Benedikt vera að gera æfingar. Sá sem heitaðist við Rósinkar drukknaði og líkið af honum fannst og var jarðað í Grunnavík. Brynjólfur fór með Benedikt í Grunnavík og lét hann sofa fyrir ofan sig. Um nóttina fór Brynjólfur út og kom draugnum niður. Benedikt var sendur til Ameríku.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2064 EF
E 69/37
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar, vesturfarar, aðsóknir og heitingar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarni Jónas Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. á SÁM 89/2065 EF

Uppfært 27.02.2017