SÁM 91/2463 EF

,

Viðureign prests á Breiðabólstað og Írafellsmóra: Eitt rólyndiskvöld var barið og presturinn sagði að sér væri ætlað að fara út. Þegar hann kom aftur var hann alltaf á sokkaleistunum, eftir það sást Móri alltaf á skónum hans. Sótti að á bæjunum og kom á undan fólkinu. Hann var tilkominn svoleiðis að foreldrar prestskonunnar bjuggu á Kjalarnesi í sveit og það kom vesalingur sem bað um mat, en hann var rekinn í burtu með háði og skömmum. Þá átti hann að hafa sagt: þið hlæið kannski minna að ári um þetta leyti. Svo fer hann og deyr en af því að hann dó í svo vondu skapi gekk hann aftur, þess vegna er hann svona magnaður. Hann hefndi sín á þessari fjölskyldu og gerði þar mörg spjöll. Heimildarmaður þekkti hjón sem voru afkomendur þessarar fjölskyldu, lýsir óförum þeirra og segir það hafa verið Móra að kenna


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 91/2463 EF
E 72/25
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar , prestar og ættarfylgjur
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Katrín Daðadóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
17.04.1972
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017