SÁM 85/280 EF

,

Eyjólfur var maður sem að bjó á Mýrum. Eitt sinn var þar stödd hreppsnefnd eða forðagæslunefnd og var Eyjólfur þá uppi í baðstofu en nefndin var stödd niðri. Þarna á bæ var barnaskóli og einn af nemendunum var Tryggvi Eiríksson frá Geirólfsstöðum og var hann þarna líka að föndra með byssu. Lék hann sér að því að smella henni og tók Eyjólfur það illa upp og bað hann um að hætta þessu. En strákur lét sig ekki og spurði hvort hann ætti að skjóta hann. Tók Eyjólfur þá í hnakkadrambið á honum og henti honum niður stigann. Þetta urðu gestirnir varir við og rétt gátu náð honum áður en hann datt á höfuðið á stéttina


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/280 EF
E 65/13
Ekki skráð
Sagnir
Kímni , húsakynni og kennsla
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Zóphonías Stefánsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017