SÁM 88/1519 EF

,

Augnavellir eru bær skammt frá Hrauni. Á þennan bæ féll snjóflóð. Árið 1818 gerði vonskuveður á Vestfjörðum og stóð það yfir í nokkra daga. Skortur var orðinn á mat og öðru á bænum og höfðu þau fengið nauðsynjar hjá konunni í Arnardal. Þegar enginn kom frá Augnavöllum að sækja vistir þegar veðrinu slotaði sendi húsfreyjan vinnumann til að gæta að fólkinu. Kom hann til baka með þær fréttir að snjóflóð hefði fallið á bæinn. Tókst að bjarga fólkinu úr bænum. Daginn áður en þetta gerðist hafði Bjarni bóndinn á Augnavöllum komið ofan í Hraun og sagt að hann hefði dreymt mjólk þá um nóttina.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1519 EF
E 67/40
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, bæir, náttúruhamfarir og snjóflóð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Valdimar Björn Valdimarsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
24.02.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017