SÁM 86/825 EF

,

Marðareyrarmópeys var einn af yngri draugum þar vestur frá. Hann var vakinn upp 1853, en það ár kvæntist Bæring á Marðareyri Sigríði á Stað. Einhver hafði sótt eftir ástum hennar en fékk ekki, hann hefndi sín og sendi Sigríði drauginn. Mörg börn þeirra dóu voveiflega. Hún giftist bróður Bærings eftir að Bæring dó. Mópeys var ýmist kallaður Kollsármópeys eða Marðareyrarmópeys. Draugurinn undi sér ekki á Kollsá heldur kom stundum að Marðareyri. Albert formaður á Marðareyri var eitt vorið að flytja sig í verið og var á sínum sexæring. Efst í barkanum lágu nokkrir mópokar. Allt í einu, þrátt fyrir góðvirði, gat Albert ekki varið bátinn. Hásetum þótti þetta skrítið og sáu að Albert var hvasseygður. Hann bað þann sem næst honum sat að taka við stýrinu. Hann hljóp og henti út mópokum, en eftir það varð allt í lagi. Um nóttina dreymdi manninum, sem tók við stýrinu, Mópeys koma til sín og segja að Albert hafði gert sér óleik með að kasta sér út á mópokunum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/825 EF
E 66/67
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar , sendingar og uppvakningar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórleifur Bjarnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
03.11.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017