SÁM 89/1800 EF

,

Draumar. Heimildarmann dreymdi eitt sinn að hún mætti Pétri bróður sínum en hann var þá búinn að missa báða fæturna og gekk með hækjur. Heimildarmaður sagði engum frá þessum draum. Hún taldi þetta vera fyrir því að Dettifoss og Goðafoss fórust þar sem að bróðir hennar hafði verið á báðum skipunum. Hann var þó í fríi þegar þau fórust. Draumspakt fólk var í ætt heimildarmanns. Heimildarmaður átti í miklum veikindum þegar hún var ung og börnin hennar voru að deyja. Heimildarmann dreymdi að maður hennar kæmi til hennar og sagðist hann ætla að sýna henni hvað fólk yrði létt á sér þegar það væri laust við jarðlíkamann. Hann tók hana í fangið og flaug um með hana. Hún sá ýmislegt sem var að gerast á jörðu niðri.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1800 EF
E 68/14
Ekki skráð
Sagnir
Draumar , slysfarir , veikindi og sjúkdómar , bátar og skip og verkfæri
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Lilja Björnsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
23.01.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017