SÁM 94/3876 EF

,

Geturðu sagt mér meira frá vetrarfiskeríinu, meira? sv. Vetrarfiskeríinu, það getur verið ákaflega skemmtileg vinna þegar að veðrið er gott en efað er óhemjuleg mikil rok og frostharka þá getur það verið kalt. sp. Kanntu sögur einhverjar úr óveðrum útá vatninu? sv. Ja, ég var nú svo heppinn að villast aldrei á vatninu. Ég man eftir einn vetur sem ég var norður við Hreindýraey (?) Þreindey (?) okkur leist voðalega illa á veðrið um morguninn. Það var voðalega dimmt og frostlaust og alveg hreint dúnalogn. Við hugsuðum okkur, það er betra að bíða nokkrar mínútur áður en við förum langt í burtu frá eyjunni, það var smáeyja sem við vorum á. Ja, svona hálftíma, seinna skall á norðvestan alveg blindöskrandi bylur. Svo við fórum ekkert út. Næsta dag kom, og það var ennþá.... þangað til næsta dag, kom maður úr annarri eyju, þarsema var matreitt fyrir föðurbróðir minn, á þeirri eyju, en, en hann, föðurbróðir minn, og allir hans menn höfðu farið út morguninn áður og, og þeir höfðu farið í tvær áttir, en, föðurbróðir minn ætlaði sé ekkert að koma heim um kvöldið, hann var með hesta og tjald, sem hann gat haft sig við í, í hvurnig veðrið sem var. En þegara matreiðslumaðurinn kom réttum, fyrir hádegi næsta dag að tilkynna okkur að tveir vinnumenn höfðu aldrei komið heim um kvöldið og það náttúrulega vissi enginn í hvaða átt ætti að leita að þeim. Og enn alveg blindöskrandi óveður. En, svo rétt um hádegið koma þeir, að kofanum hjá okkur, þeir bara villtust.... þeir höfðu ekki hugmynd um hvar þeir vóru. Annar þeirra, þeir höfðu kvöldið áður komist uppí eyju og gátu kynt sér eld þar um nóttina en næsta morgun fóru þeir þá að reyna að komast eitthvað og bara það..... slysi að þeir hittu á að koma að kofanum okkar. Annar þeirra var lítið frosinn en hinn var illa frosinn á fótum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3876 EF
GS 82/15
Ekki skráð
Æviminningar
Fiskveiðar og hrakningar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Brandur Finnsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
20.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019