SÁM 94/3863 EF

,

En þið hafið svo alltaf notað íslensku hér á heimilinu? sv. Krakkarnir töluðu ensku sín á milli og ég tala ensku stundum við krakkana Mikið meira heldren Gunnar. Gunnar talaði aldrei ensku við þau. Það bara kom ekki fyrir. En hann talar vel ensku og hann bara... íslenskan hefur alltaf verið hérna a þessu heimili og hún var... ríkti hér. sp. En hvernig var þetta útá við. Hefurðu talað mikið íslensku við fólk hér? sv. Ó, það eru margir hér í nágrenni sem að tala íslensku. sp. En vill það ekki falla yfir enskuna, fólkið hér? sv. Jú mikið, það er eiginlega bara það elsta fólkið sem að talar íslensku enn. Yngra fólkið getur talað kannski svoldið hrafl í íslensku en það gerir það ekki mikið á heimilunum og börnin eru að... ég held að okkar börn hérna séu einu börnin í allri þessari byggð sem að tala alminlega, eða ég ekki segja alminleg, sem að geta bjargað sér í íslensku. sp. Ómar, það er mjög auðvelt fyrir hann að tala íslensku? sv. Ó, þau eru öll svona, já þau tala öll eins vel eins og Ómar ef ekki betur. Ja þú hefur talað við Elvu, þú veist hvernig hún er.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3863 EF
GS 82/10
Ekki skráð
Lýsingar
Tungumál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Margrét Sæmundsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
22.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 28.03.2019