SÁM 94/3858 EF

,

Það var drengur hér sem að kom afar oft til okkar þegar við vorum út á farminum. Og hann segir við mig: „Auntie Gudda“, ég heiti Guðríður og er kölluð Gudda, og hann segir: “Auntie Gudda, I wonder if you could put all the bread and buns and cakes and cookies and everything you have baked through your life in this house?” I said: “I doubt it very much”. Svona er það skrítið. Hann vissi um það hvað við bökuðum... við bökuðum rósettur og alla hluti. Og ég hef voða mikið gaman af að baka. Ennþá. sp. Geturðu sagt mér svona uppskriftina að einhverri uppáhalds köku sem þú gerir? sv. Þú meinar.... það er.... hérna... ginger cookies, they are called. sp. Og hvernig býrð þú þær til? sv. Það er, ég man nú ekki alveg. Ég verð nú að hafa kúkkbúkkina fyrir mér. En ég get fengið hana, hún er hér. En ég man að það er brown sugar, og butter or margarine and how much, I don’t remember unless I see the book, I forget now but I could do without my cookbook but my memory has failed a little bit which is no wonder. I’m eighty four now. sp. Við getum athugað það á eftir. sv. Já. sp. En var einhver annar réttur svona sem þú þeim þótti sérstaklega gott að fá hjá þér Kjötmatur eða...? sv. Well, við höfðum voðamikið eftir að við fórum að búa, þá fór að það að verða öðruvísi. Þá létum við grafa brunn og við fengum gosbrunn og það var seinasta húsið sem þeir héldu að mundi verða gos. Og við vorum svo heppin að það varð gos hjá okkur. En fyrst þegar að brunnurinn fór að gjósa þá var pípan sett voða neðarlega og það rétt reytlaði, bara sprænaði svolítið og ég var nú voðalega ánægð með þetta. Og ég segi við þennan Tryggva Jónasson, hann var sem boraði brunninn: „Þetta verður voðalegt ef að þetta verður bara svona“ segi ég. „Ó, vertu viss að það skánar“ segir hann, „Hann þarf bara að blása að norðvestan fyrir sólarhring eða svo, þá skaltu finna út að það kemur meira gos“. Og honum varað orð að sönnu. Svo það að gjósa eftir að vindurinn kom á þessari átt, norðvestan, þá fór það að gjósa, alveg hreint svo það fylltist pípan. Hann setti mjóa pípu fyrst, svo varð hann að koma aftur og setja breiðari pípu. sp. Hvernig stóð á þessu, veistu það? sv. Nei, well, hann sagði að það væri sandur, mikill sandur niðri, og þetta þurfti að hreinsast og það væri vatnsæð sem að þegar að það skipti vind sem opnaðist og drifi þetta í burtu og þá færi gosið að koma. sp. Og það lokaðist aldrei aftur eftir það? sv. Nei, nei, gaus alla tíð, í öll þessi ár. Var að verða dálítið lélegur þegar að við fórum frá Húsafelli, þá voru líklega þrjátíu – anyway þrjátíu ár. Hann var brúkaður eftir það en það var seinlegt. Og það var ekki brúkað... því fólk hafði fridge þá, og þá var ekki brúkað til þess að geyma í honum eins og við gerðum. Við geymdum allt smjer og við geymdum allt kjet þar og fisk og allt svoleiðis. Allan mat. Það var voða gangur. Maður þurfti að sækja fisk og maður þurfti að sækja kjet og maður þurfti að sækja mjólkina tvisvar og þrisvar á dag og rjóma í kaffi. Svo þetta var endless gangur á milli, hússins og brunnsins. sp. Gastu ekki notað krakkana í það? sv. Ójú, jú, þegar þau voru ekki á skóla, þá voru þau notuð og þau voru öll viljug og góð, afar viljug, góð að vinna. sp. Hvað gerðist svo þegar húsið brennur, flytjið þið í burtu eða byggið þið aftur? sv. Nei, þá fór ég og ég var þá komin á steypirinn alveg með Guðnýju og þá fór ég og ég var hjá systur minni, tvö elstu börnin fóru til fóstursystir mannsins míns og hún lifði ekki langt frá skólanum svo þau héldu áfram að ganga á skóla. Haraldur, sem nú er dáinn, hann var þá bara þriggja ára og hann............. ((truflun))... Ef við höldum áfram með hvað gerðist þarna? sv. Á farminum, já, well, við fluttum þangað tuttugasta og fyrsta fimmta október og ... í húsið okkar á farminum. Þá var búið að gera svo að við gátum lifað í því yfir veturinn. En þá varð maður að hafa ofn og það var hálf erfitt en það tókst og þá höfðum við hvað mörg börn.... Stínu og Jón, Harald og Guðnýju, fjögur, hún var sú fjórða og Halldóra, já, hún var sú fimmta, Alfí var svo sú sjötta og Barney sá sjöundi. sp. Kom fólk úr byggðinni að hjálpa ykkur að byggja húsið aftur? sv. Já, það var gott að þú minntist á það. Já, það kom. Það var svo gott við okkur, blessað fólkið að það gat ekki hafa verið betra. Það var nágranni okkar einn og hann fór og bað um samskot og fólk í bænum, Mrs._________stassjóns agents kona, hún sendi mér svo mikið af rúmfötum og öllu mögulegu og föt á barnið sem ég átti þá hjá systur minni, tuttugasta og fimmta október, nóvember ætlaði ég að segja. Já, það var margt erfitt.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3858 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Matreiðsla og brunnar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019