SÁM 89/1992 EF

,

Algengt var að feður kenndu sonum sínum sund. Fyrsti sundkennari á Íslandi var í Skagafirði og hann kenndi fornmannasund. Hann hét Hallgrímur Halldórsson. Heimildarmaður rekur ættir hans. Hann bjó á Steini á Reykjaströnd. Hafði sjálfur lært fornmannasund í æsku. Oft drukknuðu menn í lendingunni. Laug er á Reykjaströnd og heit tjörn þar rétt hjá. Í tjörninni kenndi hann sund. Þetta er sama laug og Grettir laugaði sig í eftir Drangeyjarsundið. Grafar-Jón lærði þarna sund. Hann leitaði að Reynistaðabræðrum. Hann ól upp Samson sem var faðir Jón Samsonarsonar. Þeir lærðu allir að synda. Kennt var sund í Hólmavatni. Hallgrímur átti son sem að hét Sigurður. Heimildarmaður rekur ættir hans. Faðir heimildarmanns lærði Ballens kver undir fermingu. Hann kynntist afabarni Hallgríms. Heimildarmaður sá þetta sund einu sinni. Hann fór eitt sinn með föður sínum að veiða í net og var netið þá fast í steini á botninum. Faðir heimildarmanns fór þá og synti þangað. Þetta sund var þannig að farið var fram með hendurnar ekki ósvipað skriðsundshandatökum en fótatökin voru eins og á bringusundi. Þegar hann kom að enda netsins kafaði hann en það hafði Hallgrímur líka kennt.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1992 EF
E 68/137
Ekki skráð
Sagnir
Fornmenn, ættarfylgjur, vötn, íþróttir og fermingar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón Norðmann Jónasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
10.11.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017