SÁM 94/3875 EF

,

En fóruð þið af bæ dáltið, var félagslíf í sveitinni? sv. Norðan til, við vorum svo sunnarlega. Ég get ekki sagt það það hafi verið neitt félagslíf þar, en nágrannar komu til hvurs annars ........ það kom oft einhverjir svona á kvöldin, ..... biðja pabba að gera við það. Og svo þegar júkreinían fólk kom þá fór, þá var svo blautt, það var helst ekki hægt að komast neins staðar, þá komu þeir gegnum landið hjá okkur og hvíldu sig og, sumt af því, og þegar maður hafði hey gaf maður uxunum eitthvað og því kaffisopa. sp. Hvernig var þá ekki gert eitthvað til skemmtunar þegar svona fólk kom? sv. Bara tala saman. sp. Þið hafið ekki farið að spila eða? sv. Nei, það var voðalega. Ég spilaði nú alltaf við ömmu Marías þegar ég var krakki. Amma hafði gaman af því að spila. Og þegar þessi......... hann var alveg vitlaus í að spila og þá var hann alltaf að spila vist og með ...... En annars var það ekki. Mamma og pabbi kærðu sig hvorugt um að spila. Og pabbi var einhvern veginn heldur, heldur á móti þeim, ég, þar sem hann var við sjóinn, þar spiluðu þeir og spiluðu upp á peninga og það hengdi sig maður út frá því og fannst hengdur. Og það var víst, það var lítið um, lítið um spil eftir það, víst. sp. Voruð þið þá að syngja eitthvað? sv. Well, fólk kom ekki svo mikið saman svoleiðis, það kom kannski, maður, húsbóndinn kom til einhvers og, ellegar þá konan og tveir þrír krakkar og þetta var ekki lengi .... það mátti enginn var að sitja að lengi. Kvöldverk, það voru kvöldverk, í skepnurnar. En það var dálítið.... það voru messur einstaka sinnum en þá var langt að ganga, kannski tvær þrjár mílur. sp. Þær hafa verið á íslensku, messurnar? sv. Já, afi minn, hann, hann kom, hann varð umferðarprestur.... Hann kom alltaf.... og hann hafði oft messu. Hann messaði í næsta húsi, það var meira húspláss. Þar var fullt hús. En svo var, svo var aftur messaði hann kannski skólanum ......... Það var meira, það var mikið þéttbyggðara og félagslíf..... Mamma var ekki mikið í neinu því, því hún átti bágt með það, hún heyrði svo illa og pabbi var einhvern veginn svo mikið í burtu. En hann fór vanalega til messu og var, og var oft í söngflokknum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3875 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Lýsingar
Skemmtanir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019