SÁM 90/2303 EF

,

Spurt er um flyðrumæður, skötumæður eða slíkt. Heimildarmaður kannast ekki við slíkt en afi hans sagði honum frá manni sem varð fyrir ógurlegu skrímsli á Rauðaströnd. Hann gekk Rauðasandinn og mætti þá skepnu sem skramlaði í og réðst að honum. Hann varð hræddur og hljóp í burtu en skepnan elti hann. Hann dettur oft á svellinu sem var yfir öllu en skepnan gerir honum ekkert þegar hann dettur. Þegar hann stendur upp aftur vill skepnan ráðast að honum á ný. Kemst við illan leik heim að bænum, örmagna á sál og líkama, þar sem honum er hjálpað inn og hjúkrað. Maðurinn liggur rúmfastur í hálfan mánuð og dó síðan. Seinna kemur svo í ljós að skrímslið var grá rolla sem hafði orðið eftir í fjörunni. Hún var klakabrynjuð og var sérstaklega gefin fyrir að leita á menn vegna þess að hún hafði verið vanin á mjölgjöf. Þetta er dæmi um hvað ofsahræðsla getur valdið mönnum miklu tjóni


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2303 EF
E 70/47
Ekki skráð
Sagnir
Sæskrímsli
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðjón Gíslason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.06.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017