SÁM 93/3679 EF

,

Segir frá bróður sínum Stefáni sem bjó á Skipanesi í Leirársveit. Hann bjó þar með sinni konu sem var yfirsetukona og hana dreymir að karl komi til hennar og biðji hana að koma með sér því kona hans sé í barnsnauð. Hún verður við því en Stefán maður hennar varð ekki var við neitt. Henni fannst hún verða blaut í annan fótinn á heimleiðinni og þegar hún vaknaði var annar sokkurinn blautur. Að launum fékk hún frá huldumanninum að vegna vel í sínu starfi. Ræðir einnig um breytingar á viðhorfum fólks. Hann segir einnig meira frá álfum, ljúflingum og huldufólk og sínum skilgreiningum á þeim. Ræðir búsetu þeirra í klettum og hvernig hlutir gátu horfið og svo dúkkað allt í einu upp á sama stað og þá var sagt að huldufólkið hefði fengið þetta lánað og ekki var amast við því. Ræðir einnig að sumir hafi séð ljós í bústöðum álfa og huldufólks og einhverjir heyrðu rokkhljóð og slíkt en sjálfur hafi hann aldrei orðið var við neitt


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3679 EF
ÁÓG 78/4
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólksbyggðir, huldufólkstrú, ljósmæður hjá álfum, ljósmæður og hluthvörf
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Jónasson
Ágúst Ólafur Georgsson
Ekki skráð
04.07.1978
Hljóðrit Ágústs Ó. Georgssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 16.04.2018