SÁM 89/2074 EF

,

Um Marðareyrardrauginn, Hallinlanga og Mópeys; uppruna þeirra og aðsóknir. Hallinlangi hallaði alltaf undir. Heimildarmaður var eitt sinn að taka upp mó ásamt fleirum og þá kom til þeirra drengur. Þær töldu að hann hefði verið að kalla á þær en þá var þessi drengur upp í rúmi. Talið var að þetta hefði verið Hallinlangi því að stuttu seinna kom maður sem talið var að hann fylgdi. Finnur vildi fá tvær konur en fékk hvoruga og sendi hann þeim sinn hvorn drauginn. Sigríður fékk Marðareyrardrauginn. Maðurinn hennar dó rétt á eftir. Hún giftist seinna bróður hans. Eitt kvöldið var barið á bænum og sá hann ekkert. Um nóttina vaknaði barnið og sagði að það hefði klipið sig köld hendi og dó það stuttu seinna. Maðurinn fór til prestsins í Grunnavík og bað um aðstoð. Margrét fékk Hallinlanga. Eitt sinn fór maður Margrétar að róa og úr Grunnavík var talið sex manns á skipinu. Ferðin gekk illa og henti hann þá út mópoka úr bátnum. Þeir fóru að Ósi og dreymdi þá einn manninn að til hans kæmi maður sem að sagði að honum hefði verið kastað úr bátnum. Hesteyringar sáu alltaf mann á Marðareyri.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/2074 EF
E 69/42
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, nafngreindir draugar, sendingar, prestar og aðsóknir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarney Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017