SÁM 90/2294 EF

,

Tveir miklir gárungar voru á ferð og fundu lík í fönninni. Sumir héldu að maðurinn hefði ekki alveg verið skilinn við. Mennirnir voru á skíðum og þeir settu líkið á skíðin og drógu hann á milli sín. Fóru með hann í fjós og stilltu honum upp við stoð og ætluðu að hræða fjósastúlkuna, þeim var eitthvað í nöp við hana. Svo voru þeir líka með tóbakssdósir og gáfu líkinu tóbak í nefið. Þegar stúlkan kemur og ætlar að fara að mjólka um kvöldið dettur líkið niður. Hún rak upp skaðræðishljóð og fólk kom henni til aðstoðar, það þurfti að bera hana inn. Eftir þetta var draugurinn kallaður Svartnasi eftir tóbakinu sem var í nefinu á honum og hann fylgdi þessu fólki hvert sem það fór


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2294 EF
E 70/41
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar, ættarfylgjur og tóbak
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jóhanna Guðlaugsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.05.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017