SÁM 89/1864 EF

,

Púki eða samviskubit í draumi. Þegar heimildarmaður var lítill svaf hann til fóta hjá foreldrum sínum í skarsúðarbaðstofu. Gat var á milli þils og veggjar. Eitt vorið var stúlka á bænum að læra að prjóna á prjónavél. Hún var að fara einn morguninn og vaknaði þá heimildarmaður. Enginn maður var inni og fannst honum eins og það kæmi loðin hönd upp fyrir ofan rúmið í gegnum gatið í þilinu og reif hún í heimildarmann. Taldi hann þetta hafa gerst vegna þess að heimildarmaður gleymdi að fara með bænirnar sínar og fara snemma á fætur eins og fyrir hann hafði verið lagt. Þegar hann fór að hugsa um bænirnar þá hvarf höndin. Núna telur hann þetta aðeins hafa verið draum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1864 EF
E 68/53
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar og trúarhættir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarni Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
22.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017