SÁM 89/1735 EF

,

Saga heimildarmanns af brunni í Háu-Kotey. Heimildarmaður nefnir að víða hafi verið álagablettir. Börnunum hafi verið bannað að láta illa við þessa bletti og einnig voru þau vöruð við því að hrófla við þeim á nokkurn hátt. Brunnur var í Háu-Kotey og þar var ekki gott vatn en annar brunnur var þar rétt hjá sem neysluvatnið var sótt í. Eitt kvöld var heimildarmaður á ferð yfir að Lágu-Kotey og sá hann þá kvenmann koma að brunninum að sækja vatn. Enginn á bænum kannaðist við það að hafa farið að sækja vatn í brunninn.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1735 EF
E 67/191
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, álagablettir og brunnar
MI F200
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Einar Sigurfinnsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
01.11.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017