SÁM 94/3860 EF

,

Mamma var nú sérstök manneskja að gera skepnunum til. Hún gat grætt allt. Það er magnað hvað hún gat. Vallhumall, það var gras sema óx og það var kallað vallhumall. Ég veit ekkert hvurt það hefur verið á Íslandi. Það var eins og hvítlitur hausinn á þeim og dáldið þétt laufin á þessu og það, þetta var álitið að vera svo mikið efni í þessu að mamma, hún sauð þetta alla heilu tíðina með fetu og þetta var, verið að maka þessu á skepnur til þess að flugurnar vildu ekki vera þar sema þessi áburður var brúkaður. Og hún sauð þessi ósköp af þessu, valhumal og þetta var brúkað á skepnurnar á sumrin til þess að flugurnar ætluðu alveg að, það var alveg ósköp af flugunum, alveg að éta þetta upp. Úlfarnir voru svo nálægt líka því að þetta var alveg þétta skógurinn, alveg hreint, samasem heim að fjósum og úlfarnir voru alveg þarna, þetta var svo erfitt að hafa kindur því að þeir drápu hrúgur saman, kindurnar. sp. Geturðu sagt mér svoldið meira frá gróðrinum þarna í kringum ykkur. Var mamma þín að nota þetta eitthvað meira? sv. Altso, þegar við búum úti á landi? Ég veit nú ekki, það er ekki sérstakt, ég get sagt þér um það, þetta var flæðaland sem var kallað. Því þá var nú vatnið hérna svo mikið, alveg hreint og það flæddi upp alveg hérumbil upp að húsum og það þurfti að bera saman hrúgurnar undan til þess að forða því undan flóðinu þvia efa kom norðan veður, þá var alveg áreiðanlegt að það kæmi svo mikið flóð að það þyrfti að reyna að bjarga drílunum burtu, í stakka, til þessa, og ég man vel eftir því að það voru tvær spýtur sema við höfðum til þess stinga undir, hérna hrúgurnar, sem var sett saman heyið. Þú veist það var hrúgað saman? í hrúgur, og það var stungið tveimur pólum undir og þetta var borið á milli, inn, til þessa stakka svo að flóðið. Þeir byggðu dálítið einsog á, það var willow veður svo mikið þarna niður við þessar flæðar, sem þeir kölluðu, og þurfti að sækja þennan veð og hafa þetta stakkstæði sem þeir kölluðu svo hátt svo að flóðið gæti ekki náð uppí heyið, stakkana. Þetta var kallað niðurá flæðunum. Þetta var svo mikið flóð frá, from the, sjónum þarna, vatninu. Norðan veður kom alltaf með flóðið og kannski þegar var nýbúið að slá kannski heilmikið og þá kom þetta flóð og eyðilagði það alveg fyrir því. Það var ómögulegt að, það var ein vatnsdella barasta. Það var voðalega erfitt að búa, þá, svona nálægt, einsog við vorum, nálægt vatninu. sp. Var eitthvað verið að reyna að byggja garða þá? sv. Það var ekki hægt. Þetta var svo stórkostlegt, sjáðu; Vatnið kemur bara svo from, þú sérð nú hérumbil hvurnig vatnið er hérna. Að það var ekki að forða neinu nema barasta að reyna að byggja, hafa svona mikið, byggðu svona mikið stakkstæði, sem þeir kölluðu, undir heyið svoað það mundi ekki flæða alveg undir, heyi, eyðileggja heyið . Það var það sem mátti til að gera. Ég er nú að tala um fyrstu árin sema við vorum við búskap hér. Þetta er orðið, fólkið nú á dögum, það skilur ekki þetta sem ekki er von og ég er nú að segja krökkunum frá, einhverju, mínu núna eða seinna, þá: "It couldn’t have been like that, mother, it couldn’t have been like that". Það er nú allt sema ég fæ þegara ég era reyna að segja þeim, að það sé ómögulegt að það hafi verið svona. En þetta er nú, það er ekki von að unga fólkið núna skilji þetta, ég er ekkert hissa á því, að það haldi að maður sé að öfga þetta. En ég er alveg að segja einsog það er, einsog það var, einsog ég fór í gegnum. sp. Hvernig var þetta svo eftir að þú komst hér á Gimli? sv. Þetta var eftir að við vórum hér á Gimli, þetta sema ég er búin að segja þér frá. Það flæddi svona mikið vatnið, flæddi alveg inná engjar og eyðilagði fyrir mönnunum heyskapinn, kannski eftir sumarið sem þeir voru búnir að, kallað að stakka og dríla og þettað, vatnið barasta eyðilagði það, ef kom norðan veður, þá kom vatnið alveg inná, inná flæðalandið sem var kallað. Það er ekki vona að þið skiljið ekki þetta. Það er ekki von. Ég veit að þið skiljið það ekki en þegar maður er nú að segja einsog það var og það er það sem ukkur vantar. Þá er hvurt sema nokkur skilur það eða ekki, þá var það svona. Ég er ekkert að öfga það að neinu leyti en ég fór í gegnum þetta og þetta er það sema ég fór, veit að ég er að segja sannleikann. Ég er alveg, ekkert að öfga það að neinu leyti. En ég veit að fólkið nú á dögum, það trúir ekki þessu, eins og krakkarnir segja: "It couldn’t have been like that".


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3860 EF
GS 82/9
Ekki skráð
Lýsingar
Húsdýr, heyskapur og grasalækningar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Rúna Árnason
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019