SÁM 89/1722 EF

,

Huldufólkssaga úr Fljótum. Krakkarnir frá Stóru-Brekku komu oft að leika sér við krakkana á Hamri. Huldufólk bjó í hamri og bað faðir heimildarmanns krakkana um að henda ekki grjóti í hann. Eitt sinn komu krakkarnir frá Stóru-Brekku í heimsókn og voru krakkarnir að hamast á hamrinum. Einn fór að henda grjóti en þegar þau fóru af stað heim til sín datt hann og fótbrotnaði. Um nóttina dreymdi mömmu heimildarmanns huldukonu koma til sín og sagði að illa hafi strákarnir gert að henda grjótinu því þeir hafi meitt son sinn mikið og liggi hann nú í rúminu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1722 EF
E 67/179
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, slysfarir og hefndir huldufólks
MI F200 og mi f210
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristinn Ágúst Ásgrímsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.10.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017