SÁM 90/2236 EF

,

Líklega síðustu draugarnir sem vaktir voru upp voru í Mosfellsdalnum. Það var vakinn upp einn draugur. Það voru miklir galdramenn í Skógum líka. Guðmundur hét einn galdramaður. Hann hafði tvo stráka sem hann notaði í sendiferðir, þótti frekar mikill misyndismaður og talið var að hann vildi gera meira ógagn en gagn með þeim. Það var sagt að hann hefði sett þá niður milli Horns og Skóga. Þar voru tvær stórar þúfur og sagt að sinn væri í hvorri þúfu og peningar með, eins og alltaf var sagt að væri gert. Heimildarmaður man eftir að hafa séð þessar þúfur sem barn. Um aldamótin flyst að Horni í Mosfellsdal og svo að Laugarbóli, Jón Þórðarson sem kallaður var dýralæknir, ættaður úr Borgarfirði. Hann heyrir sögurnar af Guðmundi. Jón átti líka að vita lengra en nef hans náði. Jón fer um nótt og grefur í aðra þúfuna. Þar átti hann að hafa fundið einhverja peninga. Skömmu seinna fer hann að sækja illa að og það sést strákur á eftir honum. Svo flytur hann að Laugarbóli og bjó þar í langan tíma. Þar bjó einsetukona sem hét Jónína í kofa. Kona Jóns hét Vigdís og þau áttu mörg börn. Veturinn eftir fara Vigdís og Jónína út á tún og sjá að það kemur strákur gangandi að utan. Þær fara að velta fyrir sér hvaðan hann geti verið að koma því að aðeins einn bær var innar og þar var enginn strákur. Jón er eitthvað úti að sinna kindunum. Svo kemur Jón stuttu seinna, á undan stráknum, um leið hverfur strákurinn og þær sjá hann ekki meir. En barn sem stóð þar út datt niður, froðufellandi að því er sagt var, fékk eitthvað slag. Það var farið inn með barnið. Þetta var talið vera af völdum þessa stráks. Hann birtist mörgum í draumi og sagðist heita Hinrik. Hann sagði líka að Jón hefði verið heppinn að grafa ekki í hina þúfuna því að sá sem í henni væri væri mun sterkari og hefði drepið Jón. Jón átti að hafa getað sent Hinrik frá sér í tíma og tíma. Sérstaklega til að láta drepa kindur fyrir öðrum. Hann hélt honum utandyra en var heima við bæinn þegar Jón var þar og sótti líka illa að fólki á bæjum þar sem Jón fór. Þetta er þá líklega síðasti draugurinn sem hefur verið grafinn úr jörðu


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2236 EF
E 70/20
Ekki skráð
Sagnir
Fylgjur, fólgið fé, galdramenn og uppvakningar
MI N591
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017