SÁM 93/3703 EF

,

Lovísa er spurð um drauma; hún segir að sig hafi dreymt fyrir daglátum, fyrir lasleika, gestum eða einhverju sem henni hefur þótt miður, líka fyrir veðri; þegar hana dreymir mýs er það fyrir gestum. Lovísa biður spyril að ráða í draum fyrir sig: Stuttu áður en átti að láta skíra barnabarn hennar dreymdi hana foreldra sína, Guðjón og Ragnheiði, þrjár nætur í röð; henni þótti þau vera að vitja nafns en systir hennar var ekki sammála því og vildi ekki heyra það nefnt, Lovísu langar að vita hvernig spyrill myndi leggja þetta út.


Sækja hljóðskrá

SÁM 93/3703 EF
ÁÓG 78/18
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar , fyrirboðar og skírnir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Lovísa Alexandrína Guðjónsdóttir
Ágúst Ólafur Georgsson
Ekki skráð
25.07.1978
Hljóðrit Ágústs Ó. Georgssonar
Engar athugasemdir

Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 29.05.2018