SÁM 94/3858 EF

,

Hvað gerðist svo þegar húsið brennur, flytjið þið í burtu eða byggið þið aftur? sv. Nei, þá fór ég og ég var þá komin á steypirinn alveg með Guðnýju og þá fór ég og ég var hjá systur minni, tvö elstu börnin fóru til fóstursystir mannsins míns og hún lifði ekki langt frá skólanum svo þau héldu áfram að ganga á skóla. Haraldur, sem nú er dáinn, hann var þá bara þriggja ára og hann............. ((truflun))... Ef við höldum áfram með hvað gerðist þarna? sv. Á farminum, já, well, við fluttum þangað tuttugasta og fyrsta fimmta október og ... í húsið okkar á farminum. Þá var búið að gera svo að við gátum lifað í því yfir veturinn. En þá varð maður að hafa ofn og það var hálf erfitt en það tókst og þá höfðum við hvað mörg börn.... Stínu og Jón, Harald og Guðnýju, fjögur, hún var sú fjórða og Halldóra, já, hún var sú fimmta, Alfí var svo sú sjötta og Barney sá sjöundi. sp. Kom fólk úr byggðinni að hjálpa ykkur að byggja húsið aftur? sv. Já, það var gott að þú minntist á það. Já, það kom. Það var svo gott við okkur, blessað fólkið að það gat ekki hafa verið betra. Það var nágranni okkar einn og hann fór og bað um samskot og fólk í bænum, Mrs._________stassjóns agents kona, hún sendi mér svo mikið af rúmfötum og öllu mögulegu og föt á barnið sem ég átti þá hjá systur minni, tuttugasta og fimmta október, nóvember ætlaði ég að segja. Já, það var margt erfitt.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3858 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Brunar og húsbyggingar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019