SÁM 94/3857 EF

,

Ef við byrjum á því hvar þú fæddist á Íslandi? sv. Ég man það nú, það var á Akranesi. sp. Og voru foreldrar þinir þaðan? sv. Já, þau voru úr Borgarfirði. sp. Bæði? sv. Já. sp. Heldurðu að þú segir mér aftur frá þessum árum á Íslandi áður en þið fóruð? sv. Well, ég hafði eiginlega lítið af afa mínum og ömmu að segja. Ég var í Hafnar... við fluttum þegar ég var bara fimm ára frá Akranesi til Hafnarfjarðar og ég sá þau aldrei, afa minn og ömmu, og þegar ég kom hingað til Kanada þá hittist svoleiðis á að ég fór að vinna á sama plássi og hann afi minn vann á og þá var hann rétt að deyja svo það var lítið sem ég hafði af þeim að segja. En faðir okkar, mamma mín dó þegar ég var sex ára og faðir okkar annaðist um okkur. En þegar hann var á sjónum þá var ég hjá systur minni, Halldóra og Sigfúsi Tómassyni. sp. Var hún miklu eldri en þú? sv. Tólf árum. Hún giftist ósköp ung. sp. Hvaða skyldfólk þitt kom svo hingað vestur? sv. Það var ekki mikið af mínu skyldfólki sem kom hingað vestur. Það var bróðir minn sem var hér áður en við komum. Afi minn og amma og þrír synir og ein dóttir voru farin löngu áður en ég hafði hugmynd um það að þau væru hér. Ég var þá svo ung að ég... sp. Þú hafðir aldrei séð þau á Íslandi. sv. Nei nei, no, svo að það firnaðist alveg eftir það eins og þú veist þegar maður sést aldrei og við heyrðum talað um þau en þessi Halldór frá Litlu-Gröf í Borgarfirði, hann var skáld og dreymdi heilmikið voða merkilega drauma og það var sett á prent og ég átti bókina og húsið okkar brann og bókin eðlilega. Og mig hefur alltaf langað til að ná í bókina en Tómótheus, bróðir minn, hann átti hana líka og hann lánaði hana einhverjum og það gleymdist að skila henni. Og hann mundi ekki hvurjum hann lánaði hana. Svona gengur það stundum. sp. En hvernig stóð á því að ákváðuð svo að koma hingað vestur? sv. Af því bróðir minn var hér. Hann var okkar nánasta skyldmenni. sp. Það er eftir að fólkið drukknar? sv. Eftir að þeir drukknuðu allir. Það hefur verið eins og well, ekki meira en eins og níu mánuðir frá því að þeir drukknuðu og þangað til að við höfðum okkur hingað. sp. Og hvert fóruð þið fyrst eftir að þið komuð hingað? sv. Til Geysir í Nýja-Íslandi, hérna norður frá. sp. Hvernig var aðstaðan þar? sv. Ó, það var ósköp eitthvað mikill mönur en það var í Hafnarfirði þar sem að við vorum og ég man eftir því þegar bróðir okkar sótti okkur til Árborg. Við komum með treini þangað, að þá keyrði hann á uxa og sótti okkur á þeim og ég var nú stelpa dáldil og hafði opinn munninn of mikið og ég sagði: „Hvað er þetta, keyrið þér á kúm í Amríku?“. Þá hélt ég að þetta væru kýr því ég hafði aldrei séð uxa og vissi ekki hvað það var. Svo ég hélt að þetta væru kýr sem hann var að keyra og var alveg hissa. Svo keyrði hann okkur heim til sín, það var í Geysir, og við vorum þar fyrir einsog þrjá mánuði, tæplega. Nó, við höfum ekki verið svo lengi. Ég fór að vinna á Reynivöllum, hjá Jóhannesi Helgasyni, það hefur verið einsog í miðjan júlí. Og ég var þar bara hálfan annan mánuð því að bróður mínum fannst að það vinna mér of hart. 


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3857 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Vesturfarar og æviatriði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019