SÁM 94/3871 EF

,

Hvað gerðuð þið fleira, ykkur til skemmtunar en að glíma? sv. Hérna er blað sem ég get sýnt þér. .... Það var engin ósköp af skemmtun. Það var annríki mikið til það voru ekki bílar eins og núna – labba eitthvað tvær þrjár mílur á ball, þau voru ekki oft. Það var orkjestra hérna bara úr byggðinni – spiluðu dansmjúsík á fíólín og pjanó og gítar. sp. Var dáldið drukkið á þessum samkomum? sv. Nei, það var ekki nema einstaka sem svallaði obbolítið. Það voru engir peningar í þá daga tilsað. sp. Hvað höfðu menn að drekka? sv. Ég veit ekki, ég drakk ekki fyrr en ég var hátt í þrítugt. sp. En höfðu menn hómbrjú? sv. Það heyrðist um það, heimabrugg (hróðugur) það voru útlendingarnir sem höfðu það. Við köllum þá útlendinga, júkraeinían. sp. Veistu úr hverju þeir brugguðu þetta? sv. Þeir voru vanir við þetta frá þeirra heimalöndum, brugga sitt eigið brennivín. sp. Voru ekki landar eitthvað að reyna að kaupa þetta af þeim? sv. Jú, jú. Það voru fáeinir sem þótti það býsna gott. sp. Var það búið þegar þú ferð að fá þér í staupinu? sv. Það var minnkað þá. Þeir voru teknir fastir og sektaðir. sp. Það var á móti lögunum. sv. Er það ennþá? sv. Já það er það ennþá. Það má brugga vín og bjór en ekki distilled alchohol. sp. Þú hefur ekki lagt í að brugga? sv. Þori það ekki. Ef skyldi kvikna í því. sp. Það er allt í lagi með vín, er það ekki? sv. Já, ég hef bútt til svoldið vín, aldrei nógu gott, ekki lukkast nógu vel. sp. Hvað hefur þú notað í það? sv. Bara ber úr skóginum. sp. Segðu mér hvernig var svo þegar fólk var að gera sér dagamun á jólum og páskum og þess háttar? sv. Við höfðum alltaf alla familíuna okkar fyrir jólin þangað til að mamma og pabbi fóru frá. Það kom allt saman á jólunum. sp. Er langt síðan það var? sv. Já, tólf fjórtán ár, síðan faðir minn dó. sp. Hvað var svo gert á jólunum? sv. Það var heilmikið af mat og tefla, sumir tefluðu, sumir spiluðu á spil – sp. Var það skáktafl? sv. Skáktafl, já, kanntu það, ertu góður að tefla? sp. Ekki nógu góður. sv. Langar þér í skák? sp. Ja, þú virðist vera svo ákveðinn, ég veit ekki hvort ég á... hefurðu teflt dáldið mikið? sv. Ég er að bjóða þér í skák, ætlarðu að neita því? sp. Ég er hræddur um að Gunnar fari að koma að sækja mig... langar þig að tefla? sv. Mér langar til að tefla. sp. Við getum reynt það aðeins. sv. Jæja, það er allt í lagi. Þú getur fengið harðfisk á meðan, á meðan við erum að tefla. sp. Það er alveg ágætt... Ertu?


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3871 EF
GS 82/13
Ekki skráð
Lýsingar
Spil og töfl, jól, skemmtanir og áfengi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigursteinn Eyjólfsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
21.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 5.04.2019