SÁM 86/878 EF

,

Kirkja var á Stað í Aðalvík og langt var fyrir marga að sækja kirkjuna en hún var eina kirkjan á stóru svæði. Að vetrarlagi var þetta mjög erfið leið en gaman gat þetta verið að sumri til. Oft fór fólkið í hópum því að það þótti mun skemmtilegra. Eitt sumar fór hópur úr norðurvíkunum til kirkju. Í ferðinni var bæði ungt og gamalt fólk. Einn eldri maður sem fór í þessa ferð var ekki vanur að vera í fámenni. Honum þótti vænt um sjálfan sig og var léttur í máli og fasi. Hann gerði grín að fólkinu sem bjó á þessum stöðum og þótti það skrýtið að vilja búa þarna. Hann hét Jón. Á laugardegi var lagt af stað áleiðis. Á leiðinni þurfti að fara yfir ár og var þá reynt að stökkva yfir á steinum. Byrjaði Jón á því að stökkva yfir en hann datt í ána. Varð því að hjálpa honum upp úr ánni. Áð var á Sléttu um nóttina og daginn eftir var farið til kirkju. Á sunnudeginum var haldið heim á leið. Vísa var búin til um þetta ferðalag og atvikið sem gerðist.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/878 EF
E 67/12
Ekki skráð
Kvæði og sagnir
Kirkjusókn og ferðalög
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Friðrik Finnbogason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. á SÁM 86/879 EF

Uppfært 27.02.2017