SÁM 84/1 EF

,

Sögn um Orustubrýr og Kálfshól, eða viðureign Eiríks Orra og Steins bónda á Brún. Þeim kom ekki vel saman. Mættust á brúnunum ofan við Brúarhvamm sem nú heita Orustubrýr og þar tókst með þeim bardagi. Eiríkur var liðfleiri og Steinn hörfaði niður í hvamminn. Þar sóttu þeir að honum. Steinn drap son Eiríks sem Kálfur hét og heitir hóllinn síðan Kálfshóll. Þeir sóttu svo fast að Steini að hann hörfaði niður að ánni og varð að stökkva yfir og heitir síðan Steinshlaup.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/1 EF
EK 64/2
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni , fornmenn og ár
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Aðalsteinn Jónsson
Thorkild Knudsen og Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.08.1964
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017