SÁM 84/100 EF

,

Sögur af ummælum og tilsvörum Jónasar Guðmundssonar á Bíldhóli. Sonur Jónasar fór að búa, en var ekki mikill búmaður. Jónas fór suður yfir fjall og ríður út að Hellnum og kemur til sonar síns. Sonurinn tekur ágætlega á móti honum. Jónas fer að blása mæðinni. Ekkert hafði verið látið í kálgarðinn sem var fullur af arfa og baldursbrá. Þá segir Jónas: „Það kennir margra grasa í garðinum hjá þér, Doddi minn.“ Séra Magnús Helgason kemur vestur aftur og vill safna fé í annan búnaðarskóla, en þá var hann orðinn þekktur í búnaðarskólanum í Ólafsdal. Búfræðingar þaðan höfðu ekki náð hilli Jónasar á Bíldhóli. Magnús ber það upp við hann hvort hann vilji skjóta saman fé í búnaðarskóla á Hvanneyri. En Jónas vildi það ekki. Magnús segir besta bóndann úr sinni sveit koma úr búnaðarskólanum í Ólafsdal, en það var bróðir hans. Þá segir Jónas: „Dæmalausum manni hefur hann haft að mág.” Jónas var andvígur öllum nýjungum, m.a. símanum. Nú gerist það að það brennur í Reykjavík. Fólk fór til kirkju eins og vant var og kemur á Bíldhól á heimleið og segir Jónasi frá þessum mikla bruna þá um nóttina. Hann áttar sig ekki á þessu og spyr hvernig það gat frést svona fljótt. “Með símanum” svaraði fólkið. Jónas svaraði: „Og það gat ekkert hjálpað.” Einu sinni fórust tveir menn í Miðá í Miðdölum. Þetta frétti Jónas á Bíldhóli sem spyr hvað þetta sé nú kallað. Fólkið hélt það kallað slysfarir. Jónas svarar og segir að hann hélt þetta kallað framfarir. Að hausti kemur einn fjárkaupmaður til Jónasar og þarf að fá lánaðan hest út í Hólm sem var alveg sjálfsagt. Hann var boðinn inn í kaffi en á meðan er hestinum náð og lagt á hann. Þegar hann kemur út sér hann að það sé ekki hans beisli á hestinum. Jónas sagði hestinn óvanan að hlaupa við danska tauma. Fleiri sagnir af Jónasi.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/100 EF
EN 65/46
Ekki skráð
Sagnir
Tilsvör
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jónas Jóhannsson
Hallfreður Örn Eiríksson, Einar Gunnar Pétursson og Svend Nielsen
Ekki skráð
26.08.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017