SÁM 89/2026 EF

,

Móður heimildarmanns dreymdi margt. Hana dreymdi fyrir daglátum og gestakomum. Eitt sinn dreymdi heimildarmann skemmtilegan draum. Henni fannst sem að vinkona hennar kæmi og biði henni í bíó. Þær fara inn og þá er þar ballsalur. Skápar voru þarna með glerhurðum og í þeim voru föt frá miðöldum. Hún sá unga stúlku í einum speglinum sem að var hún sjálf þegar hún var ung. Svalirnar voru fullar af fólki sem var í fötum frá miðöldum. Einn maður var þarna í yngra taginu og leist heimildarmanni vel á hann. Ein konan var með fugl á öxlinni og flaug hann í fangið á heimildarmanni og dansaði hún við fuglinn. Maðurinn kom og bauð heimildarmanni upp í dans en hún neitaði honum. Þjónn kom og náði í fuglinn. Maðurinn falaðist eftir að geta hitt heimildarmann. Vinkona hennar sagði henni í draumnum að þetta fólk væri löngu dáið allt saman.


Sækja hljóðskrá

SÁM 89/2026 EF
E 69/7
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, fatnaður og skemmtanir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sumarlína Dagbjört Jónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
28.01.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017