SÁM 85/238 EF

,

Þegar Oddný var nýkomin í Suðursveit, en hún fór á Hala til Guðmundar bónda, dreymdi hana um sumarið að til sín kemur maður og spyr hana hvort hann megi sýna henni mannsefni sitt. Hún segir það óþarfi þar sem hún sé ekki í giftingarhugleiðingum. Hann gekk með hana þar sem tveir menn voru að verki, annar gamall og hinn ungur. Draummaðurinn sagði unga manninn vera mannsefni hennar, en hún sá hann ógreinilega en baksvipinn sá hún vel. Snemma vetrar fór hún til kirkju og sá þá mannsefni sitt ganga á undan sér og var það Jón Steingrímsson á Gerði. Sumarið eftir var brúðkaup þeirra haldið.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/238 EF
E 66/31
Ekki skráð
Sagnir
Draumar og draummenn
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Steinþór Þórðarson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
18.08.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017