SÁM 89/1848 EF

,

Byrgisdraugurinn við Höfn í Dýrafirði réðist á tvo bræður, sem höfðu brotið bann og látið kindur í Byrgið. Heimildarmaður lýsir vel staðháttum. Skarð var á einum stað í byrginu sem að talað var um að ekki mætti hlaða upp í því að talið var að það byggi einhver fornmaður. Bræðurnir voru að gæta fjár og þurftu að nýta byrgið fyrir kindur og settu þeir þar inn sauði og lokuðu þá þar inni. Þá dreymir þá að til þeirra komi stór maður og segir hann þeim að þeir muni hafa verra af ef þeir ætli að hafa þetta svona. Þeir ansa þessu ekki. Þeir lenda í átökum við drauginn og kemur annar þeirra verr undan átökunum en hinn. Aðrir vilja meina að bræðurnir hafi verið að slást og borið þessari sögu við.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1848 EF
E 68/43
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni, fornmenn, draumar, álög, fráfærur og hjáseta, reimleikar og staðir og staðhættir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigríður Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017