SÁM 85/289 EF

,

Séra Vigfúsi var í Einholti. Kona hans hét Málmfríður. Sagt var að Vestfirðingar væru mjög göldróttir og þeim hafi verið í nöp við séra Vigfús. Þeir sendu honum þrjá drauga. Þegar fólk svaf rökkursvefn á Hnappavöllum í Öræfum, sá Valgeir bóndi þar eitthvað, sem líktist hálftungli, koma upp uppgönguna í baðstofunni. Þetta voru kallaðir urðarmánar í þá daga. Karli þótti þetta varhugarvert en var ekki hræddur við þetta. Vigfús bóndi spurði þetta að nafni og sagðist það heita Ófeigur og með honum væru Steingrímur og Ólöfu sem höfðu farið að neðan. Valgeir bóndi kannaðist ekki við það fólk, honum varð nóg um og þóttist viss að það væri eitthvað óhreint á ferli. Gott ráð við draugum var að spyrja þá um eitthvað sem ekki var hægt að svara. Það gerði bóndi. Það fór svo að skepnan fór að lækka sig og fara niður. Beitarland var fyrir austan og heitir Kvíármýri. Daginn eftir fundust þar 2 eða 3 kindur rotaðar. Fyrir neðan túnið í Einholti rann á, sunnan við ána var hólmi sem heitir Ullarhólmi. Málmfríður var þar að þvo sokka þegar þrjú skötuhjú komu í hólmann. Var þá ferjað yfir ána og báðu skötuhjúin um ferju. Kerlingu geðjaðist ekki að þessu fólki og losnaði við draugana með göldrum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/289 EF
E 65/18
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni , sendingar , prestar , galdramenn og ráð gegn draugum
MI E430 , tmi b201 , mlb 4021* og tmi d301
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017