SÁM 86/855 EF

,

Rétt fyrir jólin gerði stórhríð. Faðir heimildarmanns átti þrjú hross. Þegar hann rak hrossin suður undir hólinn fóru þau á kaf í snjóinn. Hann sá glitta í eitthvað í förunum og stakk því í vasa sinn. Hann sagði konu sinni frá því sem hann fann og tók hún það upp úr vasanum og þurrkaði vel. Þetta var gullkapsel og setti hún það inn í stofu og lokaði stofunni. Seinna fór hún fram í stofu en þá var kapselið horfið. Hana dreymdi huldukonu um nóttina sem þakkaði henni fyrir að Björn skyldi finna kapselið því myndin af manni hennar var í því.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/855 EF
E 66/85
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk og hluthvörf
MI F200
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristinn Ágúst Ásgrímsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.12.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Heimildamaður skráði þetta löngu fyrr

Uppfært 27.02.2017