SÁM 85/281 EF

,

Margrét bjó á Eiðum í Eiðaþinghá og var kölluð Margrét ríka. Hún var rík af peningi, búfé og jörðum. Hún hafði í seli á Rauðdal. Eiðasel var á Hraundal. Maður Margrétar hét Björn og var lítill fyrir sér. Þau skildu og hann flæktist til útlanda. Sagt frá búskap Margrétar. Eitt sinn gerði afspyrnuveður og hröktust geiturnar upp í fjall. Ein geitin hét Beinageit og við hana er Beinageitarfjall kennt. Geiturnar urðu úti á Beinahjalla. Björn maður hennar lagðist í siglingar og kom eitt sinn til Reyðarfjarðar. Einhverjir báru kennsl á hann og spurðu hvort hann væri ekki maður Margrétar ríku. Hann ansaði því lítt en mælti fram: Heilsu berið þið húsfreyjunni heim til Eiða. Aldurtili Margrétar var dapurlegur. Sauðir tróðu hana undir og leiddi það til dauða.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/281 EF
E 65/13
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Örnefni , húsdýr og slysfarir
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Þórhallur Jónasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
11.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017